fbpx

Salt Café & Bistro kynnir nýja vörulínu!

Salt Café & Bistro kynnir nýja vörulínu!

Salt Express er hugsað fyrir þann sem er á ferðinni og vill grípa sér eitthvað hollt og gott. Aðeins er notast við gæðahráefni og leggjum metnað okkar í að bjóða fram næringatríka vöru. Við hefjum hér gamanið með fjórar vörur, sumar nýjar, aðrar kannist þið við.

Poke (borið fram sem (poh-KAY) er salat frá Hawaii og er litlir bitar af hráum, ferskum fiski eða öðru sjávarfangi. Í salatinu er einnig að finna fínt skorið grænmeti, jurtir og bragðefni eins og sósur og krydd. Vinsældir poke eru orðnar miklar um allan heim og hefur salatið að sama skapi þróast á ýmsan máta og eru útfærslurnar orðnar mjög fjölbreyttar. Þar má nefna útfærslur með ýmsum kjöttegundum, hráum og elduðum og það má að sjálfsögðu líka finna vegan poke.Uppruni salatsins hefur verið rakinn til sjómanna sem talið er að hafi notað nýveiddan fisk með fábrotnum kryddjurtum og þara.

Bento á uppruna sinn að rekja allt til 12. aldar í Japan og þýðir „þægindi“. Bento er einstaklingsmáltíð sem inniheldur oftast hrísgrjón eða núðlur, fisk eða kjöt ásamt grænmeti. Þessi máltíð er oftast borðuð um hádegi í vinnuni eða skólanum og er búin til af móðurinni á heimilinu. En fyrir þá sem eru á hraðferð þá er hægt að fá Bento nánast á öllum götuhornum og lestarstöðvum í Japan.

Sushi þarf vart að kynna en það hefur átt sinn sess á íslenskum markaði í þónokkurn tíma. Hægt er að fá nokkrar gerðir af bökkum hjá okkur og þar á meðal vegan útgáfur af þessu hnossgæti.

Gelato kemur frá Ítalíu og inniheldur 70% minni loft, er bragðmeiri og fitusnauðari en aðrir frosnir eftirréttir. Það gefur honum þéttari og mýkri áferð sem aðgreinir hann frá öðrum gerðum af ís. Ýmsar bragðtegundir eru í boði þar á meðal vanilla, jarðaberja, mangó og súkkulaði.

Hafðu samband - Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt