Flatbökur

Hjá Salt Café & Bistro færðu hefðbundnar ítalskar flatbökur eða Pizzur ásamt því að við bjóðum heilsuflatbökur.

Allar heilsubökur innihalda okkar sérhönnuðu ostablöndu og tómatmauksósu. Bökurnar eru gerðar úr Vallanesbyggi og grófu spelti undir áhrifum indverska brauðsins chappathi
Pizza Margherita er af mörgum talin hin eina sanna pizza. Sagan segir að þessi pizza hafi orðið til árið 1889 og var þá bökuð handa Margheritu drottningu Ítala. En pizza er mun eldri og kemur upprunalega frá Napolí. Telja margir að pizza hafi þróast frá hinu þekkta ítalska brauði focaccia enda skipta menn gjarnan pizzutímabilinu í tvennt a Ítalíu: AP (ante pizza) tímabilið þegar pizza var bara flatt brauð sem borðað var eins og hvert annað brauð með mat.